Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. nóvember 2022 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Hólmar Örn í þjálfarateymi KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild KA tilkynnti í kvöld ráðningu á Hólmari Erni Rúnarssyni en hann kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og mun einnig þjálfa 2. flokk félagsins.

Hólmar Örn þarf varla að kynna fyrir landsmönnum en hann lék lengst af á fótboltaferlinum með Keflavík en hann lék einnig með FH, Víði og Njarðvík.

Hann tók við Njarðvík fyrir tveimur árum ásamt Bjarna Jóhannssyni en hætti eftir að Arnar Hallsson tók við liðinu.

Hólmar verður nú hluti af þjálfarateymi KA en hann skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning. Hann mun aðstoða Hallgrím Jónasson, sem tók við liðinu af Arnari Grétarssyni undir lok síðasta tímabils.

„Við erum afar spennt fyrir komu Hólmars í KA og hlökkum til að sjá hann koma inn í okkar öfluga hóp og aðstoða Hallgrím Jónasson aðalþjálfara liðsins í komandi baráttu,“ er skrifað á heimasíðu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner