Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fös 25. nóvember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Uppbótartíminn breytist ekki í enska boltanum
6-2 sigur Englendinga gegn Íran varði í 117 mínútur.
6-2 sigur Englendinga gegn Íran varði í 117 mínútur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Enska úrvalsdeildin ætlar ekki að feta í fótspor FIFA og breyta hegðun dómara þegar kemur að því að gefa uppbótartíma.


Vanalega eru gefnar nokkrar mínútur í uppbótartíma eftir fyrri hálfleik og eftir 90. mínútu en á HM í Katar hefur sagan verið allt önnur. Dómarar hafa verið að bæta um 10-25 mínútum í heildina á hvern einasta leik til að tryggja að engin tímasóun eigi sér stað.

Daily Mail greinir frá því að heimildarmönnum sínum, sem eru núverandi og fyrrverandi úrvalsdeildardómarar, hafi verið verulega brugðið þegar þeir sáu fyrstu uppbótartímana á HM í ár.

Úrvalsdeildardómarar hafa ekki áform um að breyta reglunum hjá sér en þeir eru búnir að biðja Samtök atvinnudómara um útskýringar, hvort allir dómarar verði skyldaðir til að taka upp þessa línu í dómgæslu gegn tímasóun.

Pierluigi Collina, yfirmaður dómara hjá FIFA, gerði dómurum heimsmeistaramótsins ljóst fyrir mót að þeir þyrftu að taka harkalega á allri mögulegri tímasóun. 

Úrvalsdeildin vill ekki fara sömu leið og FIFA til að forða leikmönnum frá frekari álagi og meiðslahættu á löngu og ströngu tímabili.

Lokamarkmið FIFA er talið vera að breyta fótboltanum á þann hátt að einn leikur verði 60 mínútur af fótbolta, 30 mínútur á hálfleik. Klukkan er alltaf stöðvuð þegar boltinn fer úr leik og myndi þetta því svipa meira til kerfi bandarískra deilda á borð við NFL og NBA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner