banner
   sun 26. janúar 2020 12:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og Fulham: Aguero, De Bruyne og Sterling byrja ekki
Sterling byrjar ekki.
Sterling byrjar ekki.
Mynd: Getty Images
Klukkan 13:00 hefst fyrsti leikur dagsins í fjórðu umferð FA-bikarsins á Englandi. Englands- og bikarmeistarar Manchester City taka þá á móti Fulham úr Championship-deildinni.

Pep Guardiola mætir með gott lið til leiks. Það er kannski frekar erfitt fyrir hann að velja ekki gott lið úr leikmannahópnum sem hann er með. Hann hvílir nokkra af lykilmönnum sínum, stærstu stjörnurnar ef svo má segja.

Sergio Aguero, Raheem Sterling og Kevin de Bruyne byrja allir á varamannabekknum.

Phil Foden, sá efnilegi leikmaður, fær tækifæri í byrjunarliðinu hjá Guardiola.

Aleksandar Mitrovic er ekki með Fulham í dag vegna meiðsla.

Byrjunarlið Man City: Bravo, Cancelo, Garcia, Otamendi, Angelino, Gundogan, Silva, Foden, Bernardo, Mahrez, Jesus.
(Varamenn: Ederson, Stones, Sterling, Aguero, Zinchenko, Rodrigo, De Bruyne)

Byrjunarlið Fulham: Rodak, Christie, Hector, Ream, Kongolo, Bryan, Onomah, Johansen, Decordova-Reid, Cavaleiro, Sessegnon.
(Varamenn: Bettinelli, Odoi, McDonald, Cairney, Jasper, Stansfield, De La Torre)

Enski bikarinn - 4. umferð
13:00 Man City - Fulham (Stöð 2 Sport)
15:00 Tranmere Rovers - Man Utd (Stöð 2 Sport)
17:00 Shrewsbury - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner