Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. janúar 2020 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Williams varð fyrir fordómum: Sorglegur dagur
Inaki Williams.
Inaki Williams.
Mynd: Getty Images
Inaki Williams, leikmaður Athletic Bilbao, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Espanyol í gær.

Williams var tekinn af velli á 69. mínútu. Á myndbandi frá Movistar heyrist það augljóslega að Williams varð fyrir kynþáttafordómum er hann fór af velli. Hópur áhorfendur lét frá sér apahljóð.

Espanyol, sem var á heimavelli í leiknum, segist vera að rannsaka málið. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði: „Espanyol fordæmir öll merki um kynþáttafordóma á fótboltavöllum."

Í spænskum fjölmiðlum hefur verið fjallað um það að Williams hafi látið Iker Muniain, fyrirliða Bilbao, vita af því sem átti sér stað. Muniain hafi svo rætt við dómarann, Jose Sanchez Martinez.

Í viðtali við vefsíðu Athletic Bilbao sagði Williams: „Þetta er sorglegur dagur vegna þess að það er ekki neitt pláss fyrir atburði sem þessa í fótbolta."

Williams skrifaði þá færslu á samfélagsmiðilinn Twitter eftir leikinn. „Það er mjög sorglegt að í dag höldum við áfram að upplifa rasisma í fótbolta. Við þurfum að standa saman og binda endi á þetta. Takk fyrir stuðninginn," skrifaði hann.

Kynþáttafordómar eru stórt vandamál í fótbolta, og annars staðar. Vandamál sem þarf að uppræta.



Athugasemdir
banner
banner
banner