Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. janúar 2021 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta um ungu leikmennina: Magnaðir aftur í kvöld
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka og Emile Smith Rowe.
Bukayo Saka og Emile Smith Rowe.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við vera góðir frá byrjun. Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu en svöruðum því strax," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 3-1 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum góðir á boltanum. Við komum okkur úr vandræðum og sköpuðum stór færi. Pressan okkar var stórkostleg. Við vorum góðir í að sækja hratt. Þetta var öflug frammistaða."

„Það er erfitt að vinna hérna. Þeir eru góðir og hafa verið að spila vel. Liðið sýndi miklar gáfur og þrautseigju með því að stjórna leiknum eins og það gerði. Það er enn mikið verk að vinna. Við verðum að bæta okkur, vera auðmjúkir og æfa vel fyrir næsta leik," sagði Arteta.



Arsenal er komið upp í áttunda sæti deildarinnar. Ungu leikmennirnir Bukayo Saka og Emile Smith Rowe hafa spilað stórt hlutverk í fínu gengi Arsenal að undanförnu. Arteta hrósaði þeim.

„Þeir voru báðir magnaðir aftur í kvöld. Þeir verða að halda áfram. Þeir eiga margt eftir ólært en eru heppnir að það eru margir eldri leikmenn í kringum þá að gefa þeim ráð og ýta þeim áfram."

Nicolas Pepe, dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, var á skotskónum. Arteta hrósaði honum einnig. „Hann var mjög góður aftur. Hann skapaði stór augnablik. Hann átti skilið að fá tækifæri og hann nýtti það vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner