Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. janúar 2021 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes nefnir fjóra liðsfélaga sem æfa lengur
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, greindi frá því eftir bikarsigurinn gegn Liverpool um síðustu helgi, að Bruno Fernandes hefði verið í 45 mínútur eftir æfingu að æfa aukaspyrnur.

Fernandes kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn Liverpool beint úr aukaspyrnu.

Aukaæfingin skilar ávallt árangri og Fernandes leggur mikla áherslu á hana. Hann segist æfa aukaspyrnur á nánast hverjum degi.

„Stundum þarf hann (Solskjær) að sparka mér út af æfingasvæðinu svo ég hætti," sagði Fernandes í samtali við sjónvarpsstöð Man Utd.

Fernandes segir að hann og fjórir liðsfélagar sínir séu alltaf lengur á æfingasvæðinu.

„Ég hef gaman að því að horfa og læra af Juan (Mata) því mér finnst hann mjög góður spyrnusérfræðingur. Ég og Juan erum alltaf lengur, en líka Alex (Telles), Rashy (Marcus Rashford) og Fred."

Man Utd spilar við Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á morgun og getur þar endurheimt toppsætið með sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner