Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 26. janúar 2022 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Lánsmaðurinn skoraði í fyrsta leik
West Brom 0 - 2 Preston NE
0-1 Emil Riis Jakobsen ('41 )
0-2 Cameron Archer ('76 )

Preston vann óvæntan 2-0 sigur á WBA í ensku B-deildinni á The Hawthornes í kvöld. Cameron Archer gulltryggði sigurinn þegar korter var eftir af leiknum.

Emil Riis Jakobsen kom Preston yfir undir lok fyrri hálfleiks áður og stóðu leikar þannig þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.

Cameron Archer, framherji Aston Villa, gekk í raðir Preston á láni út tímabilið á dögunum og tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn en hann gulltryggði sigurinn með skalla af stuttu færi.

Lokatölur 2-0 fyrir Preston sem er í 13. sæti með 36 stig en WBA í 5. sæti með 45 stig.
Athugasemdir
banner