Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þór/KA 
Unnur Stefáns í Þór/KA (Staðfest) - Agnes Birta framlengdi
Agnes Birta og Unnur
Agnes Birta og Unnur
Mynd: Þór/KA
Unnur Stefánsdóttir er komin með leikheimild með Þór/KA en félagið tilkynnti um skiptin í síðasta mánuði. Unnur kemur frá uppeldisfélagi sínu Grindavík þar sem hún hefur spilað 45 keppnisleiki og skorað átta mörk. Þess má geta að hún er fædd árið 2004.

Hún á ættir að rekja til Akureyrar og stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri. Unnur var í æfingahópi U19 ára landsliðsins sem æfði í vikunni.

Þór/KA tilkynnti þá um framlengingu á samningi sínum við Agnesi Birtu Stefánsdóttir. Agnes Birta er miðjumaður sem á að baki 55 meistaraflokksleiki með Þór/KA, Hömrunum og Tindastóli. Hún er fædd árið 1997 og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2015.

Agnes hefur undanfarin ár stundað nám og spilað fótbolta á háskólastyrk við University of Northern Ohio í Bandaríkjunum og er á lokaárinu sínu þar.

Komnar:
Andrea Mist Pálsdóttir frá Svíþjóð
Brooke Lampe frá Bandaríkjunum
Sandra María Jessen frá Þýskalandi
Tiffany McCarty frá Breiðabliki
Unnur Stefánsdóttir frá Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner