Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
„Við erum engar væluskjóður og höldum áfram að berjast"
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Lommel
Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Lommel í B-deildinni í Belgíu, ræddi við belgíska miðilinn HLN um stöðuna á liðinu en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í október.

Lommel vann Mouscron 3-0 þann 17. október en síðan þá hefur liðið tapað sex leikjum og gert þrjú jafntefli.

Kolbeinn hefur verið fastamaður í liðinu síðan í lok október og skorað tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt.

Lommel situr í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum meira en Virton sem er í neðsta sætinu.

„Gerði dómarinn okkur grikk síðustu helgi? Það er margt gegn okkur núna. Við getum boðið upp á alls konar afsakanir en við ætlum ekki að fara þann veg. Við erum ekki væluskjóður og ætlum að halda áfram að berjast," sagði Kolbeinn við HLN.

Kolbeinn er með reyndustu mönnum liðsins og hefur það verið rætt að það vanti meiri reynslu í liðið.

„Það er stundum talað um það og það getur vel verið að það vanti reynslu en ég sé það ekki þannig. Ef þú horfir á síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel en gátum ekki klárað færin. Hvort það var síðasta sendingin eða færanýtingin sem vantaði veit ég ekki en það var allt öðruvísi hjá mótherjanum. Það vantar að vera beinskeittari og svo spila auðvitað atriði eins og dómgæsla og heppni inn í."

„Þetta er mjög erfitt tímabil. Síðasta sumar breyttum við um þjálfara, með mikið af meiðslum og veiran særði okkur mikið."


Hann var þá spurður að lokum hvort það væri krísa hjá félaginu en Kolbeinn segir þó enga ástæðu til að örvænta.

„Það er mjög strangt til orða tekið. Við vitum hvað við getum og áttum okkur á því hvað stuðningsmennirnir búast við af okkur. Við erum vonsviknir með okkar leik því við gátum ekki staðið okkur eins og við hefðum vonað. Það er engin þörf á því fara í kerfi yfir þessu, því það eru enn margir leikir eftir sem við getum unnið og nóg af stigum í pottinum. Við höfum ekki fengið það sem við eigum verðskuldað en ég er viss um að við getum breytt því og það byrjar á föstudag. Fyrsti heimaleikurinn á nýju ári gegn erkifjendum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner