Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Egill til Venezia (Staðfest) - Semur til 2027
Mynd: Venezia
Mikael Egill Ellertsson er genginn í raðir Venezia í ítölsku B-deildinni og skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2027.

Hann kemur til félagsins frá Spezia á sama degi og Spezia kaupir pólska varnarmanninn Przemyslaw Wisniewski frá Venezia.

Mikael er uppalinn hjá Fram en fór árið 2018 til SPAL á Ítalíu. Sumarið 2021 keypti Spezia Mikael af SPAL en hann lék áfram hjá SPAL út tímabilið 2021-22.

Fyrri hluta tímabilsins kom hann við sögu í ellefu leikjum í Serie A og tveimur í bikarnum, var tvisvar sinnum í byrjunarliðinu. Á nýju ári hefur Mikael ekkert spilað og var það ljóst fyrir nokkru síðan að hann væri á leið burt frá Spezia.

Það var fjallað um það hér á síðunni í gær að Mikael færi á láni til Venezia út tímabilið en það reyndist ekki rétt, hann er alfarið genginn í raðir félagsins. Venezia er í 18. sæti B-deildarinnar (20 liða deild) eftir að hafa verið í Serie A á síðasta tímabili.

Mikael, sem verður 21 árs í mars, á tíu A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner