banner
   fim 26. janúar 2023 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham, Leeds og Wolves eyddu meira en Real Madrid á síðasta ári
Dýrasti leikmaður síðasta árs.
Dýrasti leikmaður síðasta árs.
Mynd: Getty Images
Sá næst dýrasti.
Sá næst dýrasti.
Mynd: EPA
Casemiro kom til Man Utd frá Real Madrid síðasta sumar.
Casemiro kom til Man Utd frá Real Madrid síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFA tók saman gögn yfir félagaskipti á síðasta ári. Þar kemur fram að ensk félög eyddu 1,78 milljörðum punda á síðasta ári. Ítölsk félög komu næst á eftir, eyddu 543 milljónum pundum í leikmenn - meira en þrisvar sinnum minna en ensku félögin.

Alls fóru 5,24 milljarðar punda í félagaskipti í heiminum, tíu dýrustu leikmenn síðasta árs kostuðu samanlagt 12,5% af þeirri upphæð.

Sex þeirra fóru til enskra félaga en Aurelien Tchouameni sem fór til Real Madrid var sá dýrasti. Real greiddi 68,3 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn og svo mögulegar 17 milljónir punda í aukagreiðslur.

Antony (82 milljónir punda) og Casemiro (60+10 milljónir punda), sem fóru til Manchester United síðasta sumar, voru í þriðja og fjórða sæti yfir dýrustu leikmennina og Darwin Nunez (64+ mögulegar 21 milljónir punda) var í öðru sæti. Erling Braut Haaland (51,2 milljónir punda) til Manchester City frá Dortmund var sá sjöundi dýrasti.

Shakhtar var það félag sem seldi flesta leikmenn, alls 51, og þá langflesta út af innrás Rússlands inn í Úkraínu. Alls voru 5910 félagaskipti frá úkraínskum félögum á síðasta ári.

Manchester United eyddi mest í leikmenn á síðasta ári, Barcelona var í öðru sæti, Liverpool var í þriðja, Bayern Munchen í fjórða, Newcastle var í fimmta, West Ham í sjötta, Wolves í sjöunda, PSG í áttunda sæti, Manchester City í níunda sæti, Leeds í tíunda sæti, Tottenham í ellefta sæti og Real Mardid svo í tólfta sæti.

Kvennamegin fóru 2,7 milljónir punda á milli félaga þegar horft er í alþjóðleg félagaskipti, félagaskipti á milli landa. Keira Walsh var sú dýrasta, keypt á 400 þúsund pund til Barcelona til Manchester City.

Tíu dýrustu leikmennirnir:
1. Aurelien Tchouameni (Monaco - Real Madrid)
2. Darwin Nunez (Benfica - Liverpool)
3. Antony (Ajax - Manchester United)
4. Casemiro (Real Madrid - Manchester United)
5. Matthijs De Ligt (Juventus - Bayern Munich)
6. Ferran Torres (Manchester City - Barcelona)
7. Erling Haaland (Borussia Dortmund - Manchester City)
8. Alexander Isak (Real Sociedad - Newcastle United)
9. Luis Diaz (Porto - Liverpool)
10. Raphinha (Leeds United - Barcelona)

Hér má sjá skýrslu FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner