mið 26. febrúar 2020 14:03
Magnús Már Einarsson
Club Brugge hvetur Solskjær til að hella bjór í leikmenn
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, fagnar 47 ára afmæli sínu í dag.

United mætir Club Brugge í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld en staðan er 1-1 eftir fyrri leikinn.

„Til hamingju með afmælið Ole! Við hvetjum þig til að fara út á lífið með leikmannahópinn í kvöld og drekka marga bjóra," sagði Club Brugge í léttu bragði á Twitter síðu sinni.

Solskjær sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og þar ræddi hann áætlanir sínar fyrir afmælidaginn. Enginn bjór er á dagskra hjá honum.

„Yngsti strákurinn minn er á æfingu í akademíunni í kvöld svo ég ætla að horfa á hann og síðan horfa á Meistaradeildina," sagði Solskjær.


Athugasemdir
banner
banner
banner