mið 26. febrúar 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH og Breiðablik hafa áhuga á Vuk
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa FH og Breiðablik, félög úr Pepsi Max-deildinni, áhuga á Vuk Oskar Dimitrijevic, leikmanni Leiknis.

Vuk er 18 ára sóknarleikmaður sem er í U19 landsliði Íslands en hann á tíu leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

FH-ingar og Blikar hafa gert tilboð í Vuk en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá uppeldisfélagi sínu Leikni í Breiðholti undanfarin tvö ár.

Hann skoraði fjögur mörk í 20 leikjum þegar Leiknir hafnaði í þriðja sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.

Breiðablik og FH höfnuðu í öðru og þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner