Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. febrúar 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gnabry jafnaði met Ronaldinho
Serge Gnabry í leiknum í gær
Serge Gnabry í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Þýski leikmaðurinn Serge Gnabry jafnaði met Ronaldinho er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge í gær.

Gnabry skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik en hann varð aðeins fimmti leikmaðurinn til að ná því á Stamford Bridge í Meistaradeildinni.

Hann jafnaði þá met Ronaldinho en brasilíska goðsögnin var lengi vel eini leikmaðurinn til að skora tvö mörk í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge en hann gerði það í 8-liða úrslitum árið 2005 er hann spilaði með Barcelona.

Gnabry tókst að jafna það í gær en Bayern er komið í ansi þægilega stöðu fyrir síðari leikinn í München.

Hann hefur þá skorað sex mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og hafa öll mörkin komið í Lundúnum en hann skoraði fjögur mörk í 7-2 sigrinum á Tottenham í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner