mið 26. febrúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Kepa gæti misst byrjunarliðssætið í spænska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gæti misst byrjunarliðssæti sitt í spænska landsliðinu fyrir EM í sumar ef hann nær ekki að vinna sér aftur sæti í liði Chelsea.

Kepa hefur verið á bekknum í síðustu fimm leikjum Chelsea en Willy Caballero hefur varið mark hans.

Kepa hafði náð markvarðarstöðu spænska landsliðsins af David De Gea, markverði Manchester United, í undankeppni EM í fyrra.

Spænska íþróttablaðið AS segir að Luis Enrique íhugi nú alvarlega að setja De Gea aftur í markið.

Enrique er mættur aftur í landsliðsþjálfarasætið en hann tók við af Roberto Moreno sem stýrði liðinu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner