Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. febrúar 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann sendir stundum klippur á Guardiola
Nagelsmann er sá efnilegasti í bransanum.
Nagelsmann er sá efnilegasti í bransanum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, efnilegur þjálfari RB Leipzig, á í góðu sambandi við spænska knattspyrnustjóra Manchester City, Pep Guardiola. Hann segir frá þessu í samtali við Sport Bild.

Nagelsmann sem er aðeins 32 ára þurfti að hætta ungur fótboltaiðkun og fór strax að einbeita sér að þjálfun. Hann er kominn mjög langt þrátt fyrir ungan aldur og er að stýra Leipzig í toppbaráttunni í Þýskalandi.

Hann var áður þjálfari Hoffenheim frá 2016 til 2019 með mjög fínum árangri.

„Pep er sá eini sem ég stundum spurt um það hvernig hann sér eitthvað," segir Nagelsmann, en hann og Guardiola senda skilaboð á milli hvors annars - þó þeir séu ekki í sambandi á hverjum einasta degi.

„Ég hringi ekki í Pep til að spyrja hann hvað ég eigi að gera gegn Bayern. Ég sendi honum stundum klippur úr leikjum okkar og segi honum hvernig ég myndi leysa það. Hann svarar svo hreinskilnislega og við ræðum saman."

Guardiola er með sigursælustu knattspyrnustjórum veraldar. Hann hefur á stjóraferlinum verið hjá Barcelona, Bayern München og núna Manchester City.

Guardiola mun í kvöld stýra Manchester City í Meistaradeildinni gegn Real Madrid. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Nagelsmann er einnig með sitt lið í keppninni, en í síðustu viku vann Leipzig 1-0 sigur á Tottenham. Nagelsmann varð þá yngstur í sögunni til að stýra liði í útsláttarleik í Meistaradeildinni og vinna útsláttarleik í keppninni.

Hver veit nema Guardiola og Nagelsmann munu mætast síðar meir í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner