Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. febrúar 2021 21:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó skoraði aftur - Nú í dramatískum sigri á grönnunum
Mynd: Lech Poznan
Lech Poznan vann í kvöld 1-2 endurkomusigur á grönnum sínu í Warta Poznan á útivelli.

Warta komst yfir á upphafsmínútu seinni hálfleiks en Aron Jóhannsson skoraði í sínum öðrum leik í röð og jafnaði leikinn á 80. mínútu eftir undirbúning Pedro Tiba.

Aron fór af velli á 89. mínútu en það var svo Tiba sjálfur sem skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Tvö mörk og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum Arons í Póllandi.

Lech er sem stendur í 7. sæti með 25 stig þegar nítjánda umferðin er nýhafin.

Í Hollandi kom Kristófer Ingi Kristinsson inn á sem varamaður á 60. mínútu í 1-0 tapi Jong PSV gegn Go Ahead Eagles í hollensku B-deildinni.

Kristófer er að láni hjá PSV frá Grenoble í Frakklandi. Jong PSV er í 17. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner