Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 26. febrúar 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Dean Smith: Lifi í raunverulegum heimi en ekki Fantasy
Dean Smith, stjóri Aston Villa.
Dean Smith, stjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og fyrsta spurningin sem hann fékk var um Fantasy draumaliðsleikinn.

Það lak út að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, væri meiddur þegar samherjar hans tóku hann skyndilega úr liðunum sínum í Fantasy og svo var greint frá því að leikmenn Villa mættu ekki lengur taka þátt í leiknum.

„Það er lítið að frétta ef þetta er fyrsta spurningin sem stjóri fær. Ég spila ekki þennan leik, ég lifi í raunverulegum heimi en ekki í Fantasy heimi," segir Smith.

„Ég vissi ekki að hægt væri að fylgjast með því hvernig aðrir væru að velja en ég hef minnt alla í félaginu á þeirri ábyrgð sem fylgir því að vinna hjá fótboltafélagi í efstu deild."

„Ég er viss um að þeir geri ekki sömu mistök aftur, þeir hafa lært af mistökunum."

Grealish verður ekki með Villa á morgun þegar liðið mætir Leeds á útivelli.

„Hann verður ekki klár á morgun en hann er að verða betri. Læknarnir geta ekki sagt til um hvenær hann snýr aftur. Kannski verður það í leiknum á eftir. Honum hefur verið sagt að bíða þar til hann finnur ekki neinn sársauka og þetta er allt á réttri leið," segir Smith.

Kourtney Hause og Matty Cash færast einnig nær endurkomu en verða ekki með á morgun.
Athugasemdir
banner
banner