Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Dagur Dan í liði vikunnar í MLS
Mynd: Getty Images
Mynd: Orlando City
Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn í hægri bakverði er Orlando City gerði markalaust jafntefli við CF Montreal í fyrstu umferð norður-amerísku MLS deildarinnar um helgina. Róbert Orri Þorkelsson var ekki í hóp hjá Montreal vegna meiðsla.

Dagur Dan átti mjög góðan leik og hefur verið valinn í lið vikunnar í MLS deildinni, þar sem hann er í góðum félagsskap ásamt Lionel Messi, Asier Illarramendi, Riqui Puig og Christian Benteke meðal annars.

Dagur er 23 ára gamall og er afar fjölhæfur fótboltamaður, þar sem hann getur leikið sem bakvörður, kantmaður og jafnvel sem miðjumaður.

Hann skipti til Orlando eftir að hafa gert frábæra hluti í íslenska boltanum sumarið 2022, spilandi á kantinum hjá Breiðabliki. Hann tók þátt í 33 leikjum af 35 í MLS deildinni á sinni fyrstu leiktíð hjá Orlando og er fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna.

Dagur á aðeins 5 A-landsleiki að baki fyrir Ísland, eftir að hafa spilað 28 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner