Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. mars 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba hefur ákveðið að yfirgefa Man Utd
Powerade
Pogba sagður vera að yfirgefa Man Utd.
Pogba sagður vera að yfirgefa Man Utd.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfélagi hans Varane er þó orðaður við félagið.
Landsliðsfélagi hans Varane er þó orðaður við félagið.
Mynd: Getty Images
Rétt eins og Umtiti sem byrjaði einnig leikinn gegn Íslandi.
Rétt eins og Umtiti sem byrjaði einnig leikinn gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Kante fer ekki fet.
Kante fer ekki fet.
Mynd: Getty Images
Nú fer landsleikjahlénu að ljúka og er mikið um að vera í helstu deildum Evrópu um helgina. Mikið er rætt um yfirvofandi félagaskipti franskra landsliðsmanna, sem unnu Ísland 4-0 í gærkvöldi.



Paul Pogba, 26, hefur ákveðið að yfirgefa Manchester í sumar. Hann ætlar að fara í spænska eða ítalska boltann. (AS)

Zinedine Zidane ætlar að gera allt í sínu valdi til að fá Kylian Mbappe, 20, yfir til Real Madrid. Real er reiðubúið til að borga 280 milljónir evra fyrir félagaskiptin. (France Football)

Zidane vill einnig ólmur fá Sadio Mane, 26, sem hefur verið í miklu stuði með Liverpool eftir áramót. (Marca)

Neymar, 27, er í samningsviðræðum við Paris Saint-Germain samkvæmt föður hans. Neymar hefur einnig verið orðaður við Real Madrid sem þarf að styrkja sig umtalsvert í sumar. (ESPN)

Juventus er með í kapphlaupinu um Raphael Varane, 25, ásamt FC Bayern, Man Utd og PSG. (Sport)

Manchester United mun líklega staðfesta ráðningu Ole Gunnar Solskjær til félagsins í vikunni. (Daily Mail)

Tottenham hefur áhuga á að fá Ivan Perisic, 30, frá Inter sem vill 30 milljónir punda fyrir króatíska landsliðsmanninn. (TuttoMercatoWeb)

Arsenal fylgist náið með Marcus Thuram, 21 árs sóknarmanni Guingamp í Frakklandi. Hann er sonur Lillian Thuram og verður samningslaus í sumar, en Borussia Dortmund hefur þegar sýnt honum áhuga. (Sun)

Benfica ætlar að semja aftur við ungstirni sitt Joao Felix til að hækka söluákvæðið í samningi hans. Man Utd og Juventus eru talin vera tilbúin til að virkja söluákvæðið sem hljóðar upp á 120 milljónir evra. (Tuttosport)

Barcelona er að íhuga að selja Samuel Umtiti, 25, til Man Utd í sumar. Umtiti vill þó vera áfram hjá Barca og telur Antoine Griezmann hafa gert mistök að skipta ekki yfir síðasta sumar. (Daily Mail)

Ander Herrera, 29, furðar sig ekki á að vera orðaður við PSG þar sem aðeins þrír mánuðir eru eftir af samningi hans. (El Periodico)

Arsenal hefur einnig áhuga á að krækja frítt í Herrera í sumar. Miðjumaðurinn er þó talinn vilja vera áfram hjá Man Utd. (Daily Mail)

Tottenham og Arsenal hafa bæði áhuga á Nicolas Tagliafico, 26 ára vinstri bakverði Ajax og argentínska landsliðsins. Hann er falur fyrir 15 milljónir punda. (Sun)

Yannick Carrasco, 25, vill snúa aftur til Evrópu eftir að hafa öðlast reynslu með Dalian Yifang í kínverska boltanum. (Sun)

Nemanja Matic, 30, vill halda Ole Gunnar Solskjær og starfsteymi hans hjá Manchester United eftir tímabilið. (ESPN)

Alexander Kacaniklic, fyrrverandi leikmaður í unglingastarfi Liverpool, segist hafa verið seldur óvart til Fulham þegar Roy Hodgson var við stjórnvölinn. Hodgson hélt að annar 'Alex' yrði sendur til Fulham, en Paul Konchesky gekk í raðir Liverpool. (Metro)

N'Golo Kante, 27, segir að hann myndi ekki yfirgefa Chelsea þó Zinedine Zidane myndi hringja í hann og biðja um að skipta yfir til Real Madrid. (Mirror)

Tæplega 2000 umboðsmenn knattspyrnumanna hafa fengið bréf frá skattinum sem gerir þeim ljóst að fjármál þeirra séu til rannsóknar.
Athugasemdir
banner
banner