Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alf-Inge Haaland útskýrir ákvörðun sonar sins
Mynd: Getty Images
Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erling Braut Haaland, er búinn að útskýra hvers vegna sonur hans valdi Borussia Dortmund framyfir Manchester United í janúar.

Erling kom sem stormsveipur inn í þýska boltann og hefur verið að raða inn mörkum. Alf-Inge segir Man Utd ekki hafa sýnt nógu mikinn vilja til að gera son sinn að leikmanni félagsins.

„Við getum ekki vitað hvernig hefði farið hjá öðrum félögum en við erum mjög ánægðir með leiðina sem við völdum," sagði Alf-Inge við TV2.

„Þú verður að fara til félags þar sem allir vilja þig, ekki bara stjórinn. Það er mikilvægast - ásamt því að skoða stefnu félagsins síðustu fimm til tíu ár.

„Það er hættulegt að skrifa undir bara útaf þjálfara því það er alltaf hægt að reka hann."


Ole Gunnar Solskjær vildi ólmur fá Haaland til sín en Rauðu djöflarnir hafa verið með fjóra mismunandi knattspyrnustjóra síðan Sir Alex Ferguson hætti fyrir sjö árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner