Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. mars 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gleymist að Gylfi spilaði fyrir Crewe
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Copa 90 er fyrirtæki sem fjallar um fótbolta. Þeir spurðu fylgjendur sína á Twitter í gær: „Hvaða leikmanni hefur fólk gleymt að hafi spilað fyrir þitt uppáhalds félag?"

Þeir á Copa 90 hófu leikinn á því að nefna að Gylfi Þór Sigurðsson spilaði einu sinni fyrir Crewe Alexandra. Það gleymist stundum.

Gylfi, sem er þrítugur að aldri og í dag leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, lék með Crewe á láni frá Reading árið 2009. Þá var Guðjón Þórðarson þjálfari Crewe. Gylfi lék einnig með Shrewsbury það tímabil, en tímabilið eftir sló hann í gegn með aðalliði Reading.

Mörg skemmtileg svör má finna á þessum Twitter-þráði; Jay-Jay Okocha hjá Hull, Fabinho hjá Real Madrid, El Hadji Diouf hjá Doncaster, Jordan Henderson hjá Coventry og margt fleira.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner