Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 26. mars 2023 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja FH - „Langar að vera partur af því"
Mættur í blátt.
Mættur í blátt.
Mynd: Stjarnan
 En svona er bara fótboltinn og lífið heldur áfram.
En svona er bara fótboltinn og lífið heldur áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan var orðin þannig að ég var farinn að spila minna, var í minna hlutverki.
Staðan var orðin þannig að ég var farinn að spila minna, var í minna hlutverki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég fæ skilaboð að ég megi leita mér að nýju liði og mér leist svona helvíti vel á Stjörnuna," sagði Baldur Logi Guðlaugsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar, í viðtali í dag.

Á fimmtudag var greint frá því að Stjarnan hefði keypt Baldur af FH en rúmlega viku áður var fjallað um að hann mætti leita sér að nýju liði.

„Það heillar hvernig liðið spilar, heillar líka hvernig þjálfararnir sjá mig sem leikmann og hvernig ég gæti þróast hjá þeim. Það fannst mér mjög spennandi."

Baldur segir að fleiri félög hefðu komið til greina, önnur félög úr Bestu deildinni hefðu reynt að fá sig í sínar raðir.

„Ég held það sé algjörlega undir mér komið að vinna mér inn spilatíma, standa mig vel á æfingum og í þeim tækifærum sem ég fæ."

Margir ungir leikmenn eru að spila hjá Stjörnunni, sem dæmi fjórir leikmenn í U19 landsliðinu sem er að gera góða hluti á Englandi þessa dagana. „Ég held að ég muni smellpassa inní þetta. Ég er búinn að fara á eina æfingu og spila einn leik. Þetta virðast vera algjörir toppmenn og hafa tekið vel á móti mér."

„Það var skemmtilegt tilbreyting (að mæta á fystu æfinguna hjá Stjörnuna), auðvitað þurfti aðeins að venjast en ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vissi hvar klefinn var, svo það var ekkert vesen. Mér líst hrikalega vel á sumarið, mjög spennandi. Mig langar að gera vel, Stjarnan var hrikalega flott í fyrra og strákarnir að spila spennandi fótbolta. Mig langar að vera partur af því og gera ennþá betur."


Hjá Stjörnunni er m.a. Guðmundur Kristjánsson sem Baldur var liðsfélagi hans hjá FH og þá er Andri Adolphsson mágur Baldurs. „Ég þekki nokkra menn í liðinu og þeir töluðu hrikalega vel um þetta. Ég heyrði ekkert nema jákvæða hluti."

Hann er 21 árs miðju/kantmaður sem hefur allan sinn feril verið í FH. Hann kom við sögu í sínum fyrsta leik árið 2017 en næsti keppnisleikur með meistaraflokki kom ekki fyrr en 2020, Baldur missti af tímabilinu 2019 vegna meiðsla sem spilar inn í.

Hann byrjaði einn leik sumarið 2020 en kom fimmtán sinnum inná í deildinni, hlutverkið stækkaði 2021 og endaði hann það tímabil sterkt, skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur í tíu síðustu leikjunum. Hlutverkið var minna á síðasta tímabili, byrjaði sjö leiki og kom inná í tíu. Í vetur spilaði hann svo lítið, einungis einn hálfleik í Lengjubikarnum sem var ákveðin vísbending fyrir Baldur.

Hvernig tók hann því þegar hann fékk að vita að hann mætti finna sér annað félag?

„Auðvitað er erfitt að kveðja FH, þar eru margir af mínum bestu vinum og maður þekkir allt fólkið. En svona er bara fótboltinn og lífið heldur áfram. Ég var ekki búinn að vera spila neitt rosalega mikið, var kannski ekki mikið sjokk. Svona er þetta bara."

„Staðan var orðin þannig að ég var farinn að spila minna, var í minna hlutverki. Það var bara spennandi að prófa eitthvað nýtt."


Ertu svekktur með síðustu ár hjá FH? „Það þýðir ekkert að vera of svekktur út í sjálfan sig eða einhvern annan. Maður þarf bara að halda áfram það er eina sem þýðir í þessu."

„Það verður bara gaman að snúa aftur á Kaplakrikavöll í sumar. Það er gott fólk í Krikanum og það verðru bara skemmtilegt,"
sagði leikmaðurinn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Fyrsti leikur Stjörnunnar á komandi tímabili er gegn Víkingi á Samsungvellinum þann 10. apríl.
Athugasemdir
banner
banner