sun 26. mars 2023 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Glæsilegur leikur hjá Saka
Bukayo Saka skoraði og lagði upp
Bukayo Saka skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið er komið með tvo sigra af tveimur mögulegum í C-riðlinum í undankeppni Evrópumótsins en liðið lagði Úkraínu að velli, 2-0, þar sem Bukayo Saka átti stórleik.

Englendingar unnu Ítali, 2-1, í fyrstu umferðinni og fylgdu því vel á eftir í kvöld.

Harry Kane kom Englendingum á bragðið á 37. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Saka og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Saka frábært mark fyrir utan teig. Hann skrúfaði boltanum efst í vinstra hornið.

Annar sigur Englendinga og liðið með 6 stig í efsta sæti C-riðils. Í H-riðli vann Slóvenía 2-0 sigur á San Marínó. Hinn ungi og efnilegi Benjamin Sesko skoraði á 56. mínútu og þá fylgdi sjálfsmark frá Roberto Di Mario nokkrum mínútum síðar.

Slóvenía hefur unnið báða leiki sína en San Marínó tapaði sínum leikjum.

Úrslit og markaskorarar:

Slóvenía 2 - 0 San Marínó
1-0 Benjamin Sesko ('56 )
2-0 Roberto Di Maio ('60 , sjálfsmark)

C-riðill:

England 2 - 0 Úkraína
1-0 Harry Kane ('37 )
2-0 Bukayo Saka ('40 )
Athugasemdir
banner
banner
banner