Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 26. maí 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
Sjáðu markið: Karius með rosaleg mistök
Karim Benzema hefur komið Real Madrid yfir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir hrikaleg mistök frá Loris Karius, markverði Liverpool.

Í textalýsingu BBC frá leiknum er talað um stærstu mistök í sögu Meistaradeildarinnar.

Karius greip þá boltann eftir of langa sendingu fram og ætlaði að kasta boltanum fram en Benzema teygði sig þá fyrir boltann og skoraði auðvelt mark.

Rosalega, rosalega klaufalegt hjá Karius í markinu.

Smelltu hér til að sjá myndband af markinu.

Hægt er að fylgjast með gangi mála úr leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu en leikurinn er einnig sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner