Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. maí 2019 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Viðar Ari opnaði markareikninginn í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson skoraði fyrir Sandefjord þegar liðið vann 3-2 útisigur á Strømmen í norsku B-deildinni í dag.

Viðar Ari jafnaði metin í 2-2 áður en Håvard Storbæk tryggði Sandefjord sigurinn. Þetta var fyrsta mark Viðars fyrir Sandefjord. Hann spilaði allan leikinn í dag.

Sandefjord er í öðru sæti norsku B-deildarinnar með 21 stig, tveimur stigumá eftir Álasundi.

Íslendingalið Álasunds gerði í dag markalaust jafntefli við Jerv á útivelli.

Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliðinu hjá Álasundi. Davíð Kristján Ólafsson var ekki með. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Í norsku úrvalsdeildinni var Dagur Dan Þórhallsson allan tímann á bekknum þegar Mjøndalen tapaði 4-1 á heimavelli gegn Haugesund.

Dagur Dan, sem er fæddur árið 2000, hefur ekki enn komið við sögu hjá Mjøndalen í norsku úrvalsdeildinni. Mjøndalen er í 12. sæti með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner