Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2020 08:17
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Real Madrid á eftir Van de Beek
Powerade
Mynd: Getty Images
Allan er orðaður við Everton.
Allan er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með puttann á púlsinum. Skoðum slúðurpakka dagsins.



Everton ætlar að reyna að fá miðjumanninn Allan (29) frá Napoli á 40 milljónir punda en ítalska félagið vill fá nær 60 milljónum punda fyrir hann. (Il Mattino)

Everton hefur einnig boðið 25 milljónir punda í varnarmanninn Jean-Claire Todibo (20) en hann er í láni hjá Schalke frá Barcelona. (Mail)

Manchester City vill fá Leon Bailey (22) kantmann Bayer Leverkusen til að fylla skarð Leroy Sane ef hann fer til Bayern Munchen. (Mail)

Tottenham gæti boðið varnarmanninn Kyle Walker-Peters (23) í skiptum fyrir Pierre-Emile Hojberg (24) miðjumann Southampton. (Football Insider)

Maxim Demin, eigandi Bournemouth, var nálægt því að selja félagið til fjáresta í Sádi-Arabíu í janúar en viðræður runnu út í sandinn á endanum. (90min)

Manchester United ætlar að leyfa markverðinum Dean Henderson (23) að klára tímabilið á láni hjá Sheffield United. (Telegraph)

Real Madrid ætlar að bjóða í Donny van de Beek (23) miðjumann Ajax en Manchester United hefur einnig áhuga. (Le10 Sport)

Barcelona er tilbúið að lána framherjann Ousmane Dembele (23). (Mail)

Chelsea vill fá kantmanninn Jesus "Tecatito" Corona (27) frá Porto ef félaginu tekst ekki að landa Jadon Sancho (20) frá Borussia Dorrtmund. (Star)

Chelesa ætlar ekki að nýta sér klásúlu til að kaupa jermeie Boga (20) aftur frá Sassuolo. (Guardian)

PSG er að kaupa framherjann Mauro Icardi frá Inter á 54 milljónir punda. Icardi var í láni hjá PSG í vetur. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner