Arne Slot hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Feyenoord. Tottenham hafði áhuga á að fá Slot en hann gaf það út í vikunni að hann yrði áfram í Rotterdam.
„Ég er ekki búinn að klára mitt verk hér," segir Slot sem gerði Feyenoord að Hollandsmeisturum á þessu tímabili.
„Við áttum stórkostlegt tímabil. Meistaratitillinn er yndisleg verðlaun fyrir alla þá mikla vinnu sem hefur verið lögð inn. En ég vil halda áfram að byggja upp."
„Eftir sumarið bíða ævintýri í Meistaradeildinni og við ætlum að verja Hollandsmeistaratitilinn. Það er margt að hlakka til og ég hlakka til að halda áfram að starfa fyrir Feyenoord."
Nýr samningur Slot er til 2026.
Athugasemdir