Ivan Toney var dæmdur í átta mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Talið er að hann hafi brotið 232 sinnum af sér.
Thomas Frank stjóri Brentford skilur vel að hann hafi fengið bann en er ósáttur við það að í fjóra mánuði af þessum átta má hann ekki æfa með liðinu.
„Já, Toney gerði eitthvað rangt en það sem ég skil alls ekki er hvernig þeir geta bannað hann frá öllu fyrstu fjóra mánuðina. Hvað græðir þú á því? Ef þú vilt að fólk fari í endurhæfingu fræðir þú það en nú er hann einn á báti," sagði Frank.
„Það er ekki spurning í mínum augum að hann eigi að vera innan um fótboltan fyrstu fjóra mánuðina, hann ætti að vera neyddur til að fara í hundruð skóla til að segja frá hans fótbolta og bakgrunn, þannig á þetta að vera en ég er fótbolta þjálfari, hvað veit ég?"
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands tók í sama streng og Frank.