Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 09:40
Elvar Geir Magnússon
Toney greindur með spilafíkn - Veðjaði þrettán sinnum á að sitt félag myndi tapa
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford.
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford.
Mynd: Getty Images
Í dag voru gögn opinberuð í dómi Ivan Toney, sóknarmanns Brentford, sem fékk átta mánaða bann frá fótbolta fyrir að brjóta veðmálareglur ítrekað.

Þar kemur fram að Toney hafi verið greindur með spilafíkn og að hann veðjaði þrettán sinnum á að Newcastle myndi tapa, þegar hann var samningsbundinn félaginu. Hann spilaði þó ekki neinn af þeim leikjum sjálfur þar sem hann var á láni hjá Wigan.

Toney viðurkennir einnig að hafa logið að enska fótboltasambandinu varðandi brot sín og að hafa gefið vini sínum innherjaupplýsingar um hvort hann yrði í byrjunarliðinu eða ekki.

Þá veðjaði hann oft á það að hann myndi sjálfur skora í leikjum og veðjaði sextán sinnum á að sitt lið myndi vinna en hann lék ellefu af þeim leikjum.

Alls var Toney ákærður fyrir 262 brot og játaði sök í þeim flestum. Hann verður í banni þar til 16. janúar á næsta ári.

Enska fótboltasambandið fór fram á að Toney fengi að minnsta kosti tólf mánaða bann. Þegar hann var dæmdur í átta mánaða bann vildi sambandið að það myndi taka gildi í upphafi næsta tímabils en þá hefði leikmaðurinn átt litla sem enga möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið á EM í Þýskalandi.

Sjá einnig:
Ég talaði við Toney, ef það má ekki getið þið sett mig í bann
Athugasemdir
banner
banner
banner