Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 26. maí 2024 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca hafnaði Sevilla til að starfa á Englandi
Mynd: Leicester
Enzo Maresca er búinn að hafna starfstilboði frá spænska félaginu Sevilla sem vill ráða hann sem aðalþjálfara. Fabrizio Romano greinir frá.

Maresca er einn af mest spennandi þjálfurum fótboltaheimsins í dag eftir að hafa lært af Pep Guardiola hjá Manchester City. Hann þekkir vel til hjá Sevilla eftir að hafa spilað fyrir félagið í fjögur ár, en hann hefur ekki áhuga á að taka við liði í spænsku deildinni sem stendur.

Ítalinn vill ólmur starfa í ensku úrvalsdeildinni og mun hafna starfstilboðum frá öðrum deildum eftir að hafa gert góða hluti á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Leicester City.

Hann hefur verið í viðræðum við Chelsea sem er í þjálfaraleit eftir brottrekstur Mauricio Pochettino.

Maresca er falur fyrir um 8 milljónir punda í sumar vegna samningsákvæðis og eru taldar gríðarlega miklar líkur á því að eitthvað félag muni nýta sér það ákvæði, líkt og FC Bayern er að gera til að næla í Vincent Kompany frá Burnley.

Chelsea hefur mikinn áhuga á Maresca og er félagið að skoða fjóra þjálfara sem gætu tekið við keflinu af Pochettino. Kieran McKenna, þjálfari Ipswich sem fór upp ásamt Leicester, er einn þeirra en hinir eru Roberto De Zerbi hjá Brighton og Thomas Frank hjá Brentford.
Athugasemdir
banner
banner
banner