FH á flesta fulltrúa í sterkasta liði 7. umferðar Bestu deildar kvenna eftir geggjaðan sigur gegn Breiðabliki á heimavelli. Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, er í liðinu í þriðja sinn en hún hefur byrjað mótið frábærlega og var nýverið kölluð inn í landsliðið.
Birna Kristín Björnsdóttir var maður leiksins í Kaplakrika og gerði Ída Marín Hermannsdóttir sigurmarkið. Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir eru þjálfarar umferðarinnar.
Birna Kristín Björnsdóttir var maður leiksins í Kaplakrika og gerði Ída Marín Hermannsdóttir sigurmarkið. Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir eru þjálfarar umferðarinnar.

Sandra María Jessen er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í röð en hún gerði sigurmark Þórs/KA gegn Stjörnunni. Agnes Birta Stefánsdóttir lék vel í vörn heimaliðsins í þeim leik.
Katie Cousins og Unnur Dóra Bergsdóttir léku vel fyrir Þrótt sem skellti sér á topp deildarinnar með sigri í Fjarðabyggðarhöllinni.
Þá voru Murielle Tiernan og Telma Steindórsdóttir öflugar í sigri Fram gegn Tindastóli. Murielle Tiernan gerði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.
Þá skildu Valur og Víkingur, þau lið sem hafa valdið mestum vonbrigðum, jöfn. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir varði víti fyrir Víkinga undir lokin og bjargaði stigi. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var best í liði Vals.
Núna er framundan landsleikjahlé þar sem Ísland spilar við Noreg og Frakkland í Þjóðadeildinni.
Sterkustu lið fyrri umferða:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 7 | 6 | 1 | 0 | 18 - 5 | +13 | 19 |
2. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 29 - 7 | +22 | 16 |
3. FH | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 7 | +6 | 16 |
4. Þór/KA | 7 | 5 | 0 | 2 | 15 - 11 | +4 | 15 |
5. Fram | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
6. Stjarnan | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
7. Valur | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 - 9 | -2 | 8 |
8. Tindastóll | 7 | 2 | 0 | 5 | 8 - 12 | -4 | 6 |
9. Víkingur R. | 7 | 1 | 1 | 5 | 10 - 18 | -8 | 4 |
10. FHL | 7 | 0 | 0 | 7 | 3 - 18 | -15 | 0 |
Athugasemdir