Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 26. júlí 2020 23:29
Arnar Laufdal Arnarsson
Gísli Eyjólfs: Djöfull er ég þreyttur
Maður leiksins í dag.
Maður leiksins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er þreyttur. Ég get ekki lýst þessu, þetta var svo skrítinn leikur," sagði maður leiksins, Gísli Eyjólfsson, eftir frábæran 5-3 sigur Blika gegn ÍA en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld í níundu umferð Pepsi Max deildar karla.

Hvað var betra í dag en úr tapleiknum gegn HK í seinustu umferð?

„Við byrjuðum leikinn bara almennilega, við setjum mörkin strax og ætluðum að kæfa leikinn algjörlega og drepa hann niður, en reyndar gekk ekki í seinni hálfleik. Við vorum bara að bíða og fylgjast með í HK leiknum en ég var ekkert mikið að fylgjast með honum þarna á bekknum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Hvað hafði Gísli að segja um frammistöðu liðsins í kvöld?

„Frammistaðan var flott, við erum að fá á okkur alltof mörg gefins mörk á okkur, í dag víti, svo eftir hornspyrnu, þetta eru bara klaufamistök, þetta er bara einbeitingarleysi sem þarf að lagast strax og við eigum ekki að vera fá á okkur 3 mörk á heimavelli og það er ekki boðlegt en við fengum þrjú stig þannig ég kvarta ekki."

Gísli var búinn að vera fjarrverandi vegna meiðsla en hann var að glíma við nárameiðsli sem hann varð fyrir gegn KA 5. júlí. Gaman að vera kominn til baka?

„Djöfull er ég þreyttur, það er geggjað að vera kominn til baka og já bara æðislegt."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner