Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 26. júlí 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur smit hjá Ólsurum - „Blessunarlega ekki alvarlega veikir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staðan hjá okkur er eðlilega svolítið snúin núna," segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur, í samtali við Fótbolta.net.

Það var sagt frá því síðasta fimmtudag að leikmaður hjá Ólsurum hefði greinst með kórónuveiruna.

Það hafa alls fjórir leikmenn greinst með Covid eftir að hópurinn var sendur í skimun.

„Sá fyrsti greindist smitaður á fimmtudag og þá var ákveðið að senda allt liðið í skimun. Úr þeirri skimun greindust svo þrír leikmenn til viðbótar og því alls fjórir leikmenn smitaðir."

„Þessir fjórir leikmenn eru nú í einangrun og eru blessunarlega ekki alvarlega veikir."

„Restin af hópnum er í sóttkví fyrir utan örfáa leikmenn sem höfðu greinst áður og með mótefni. Stærsti hlutinn fer í aðra skimun á morgun og eru svo frjálsir ef ekki greinast fleiri smit. Þeir sem bjuggu með smituðum leikmönnum þurfa hins vegar lengri sóttkví."

Samkvæmt dagatali KSÍ á Víkingur Ó. ekki næst leik fyrr en 7. ágúst þegar ÍBV kemur í heimsókn, ef hann verður.

„Leiknum okkar gegn Kórdrengjum á miðvikudaginn hefur nú verið frestað. Næsti skráði leikur er 7. ágúst og ég hreinlega veit ekki hvernig verður með hann. Ef það greinast ekki fleiri smit verður vonandi hægt að spila."

„Ég vil koma á framfæri hrósi og þakklæti til bæjarbúa og stuðningsmanna sem hafa verið duglegir að aðstoða okkur í þessu undanfarna daga. Þegar svona mál koma upp er frábært að búa í litlu og samheldnu bæjarfélagi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner