banner
   mán 26. júlí 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Neymar og Barcelona ná sátt utan dómstóla
Brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar.
Brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar.
Mynd: EPA
Barcelona og Neymar hafa náð sátt utan dómstóla eftir deilur um greiðslur.

Neymar sagði að Barcelona hafi neitað að borga sér 37, 2 milljónir punda sem félaagið hafi skuldað í tryggðargreiðslur (loyalty bonus) eftir að hann var seldur til Paris St-Germain á 200 milljónir punda 2017.

Barcelona hóf þá málsókn til að fá hann til að borga til baka 8 milljónir punda sem hann fékk þegar hann gerði nýjan samning 2016.

Í júni dæmdi spænskur dómstóll Neymar til að borga Barcelona 6,1 milljón punda. Hann áfrýjaði þeim úrskurði og hóf nýtt mál sem nú hefur verið látið niður falla.

Í tilkynningu frá Barcelona segir að málinu sé lokið á vinsamlegan hátt og sátt hafi náðst utan dómstóla. Undirritaður hafi verið viðskiptasamningur milli félagsins og leikmannsins og öll málaferli séu látin niður falla.
Athugasemdir
banner
banner
banner