Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 26. júlí 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Palace tekur áhættu með því að veðja á umturnun undir stjórn Vieira
Patrick Vieira.
Patrick Vieira.
Mynd: Getty Images
Það eru 25 ár síðan Frakkinn Patrick Vieira, sem fæddist í Senegal, skrifaði undir hjá Arsenal. Hann átti þá eftir að verða einn besti miðjumaður sem enski boltinn hefur séð.

Hann er nú mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, að þessu sinni sem stjóri en Steve Parish, eigandi Crystal Palace, treystir honum fyrir því risastóra verkefni að taka við af reynsluboltanum Roy Hodgson.

Átta mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá Nice á Vieira að færa Palace meiri sóknarleik og treysta á unga og óreynda leikmenn.

Þetta er alls ekki einfalt verkefni. Undir Hodgson var Palace með elsta leikmannahóp deildarinnar og fjöldi leikmanna rann út á samningi í lok júní. Undir hans stjórn sýndi liðið mikinn stöðugleika en leikstíllinn var einfaldur og án flugeldasýninga.

Þjálfaraferill Vieira hófst hjá yngri liðum Manchester City áður en hann tók við New York City. Hann hefur væntanlega lært mikið af Arsene Wenger á sínum tíma í því hvernig taka eigi inn efnilega leikmenn í aðalliðið.

Ráðning Palace á Said Aigoun, sem vann við þjálfun yngri liða Paris St-Germain, á að vera lykill í að styðja Vieira í hans starfi en hann var ráðinn sem þróunarstjóri yngri leikmanna félagsins. Hann er talinn einn besti ungi þjálfari Frakklands og hefur unnið með mörgum spennandi leikmönnum hjá PSG. Aigoun yfirgaf PSG í fyrra en hann var ósáttur við hversu fá tækifæri yngri leikmenn félagsins fengu.

Enska úrvalsdeildin fer af stað í næsta mánuði og spennandi verður að sjá hvernig Palace mun vegna í þeirri umturnun sem á sér stað hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner