Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingi í Val (Staðfest)
Arnór Ingi Kristinsson
Arnór Ingi Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur fengið til sín annan leikmann á gluggadeginum en hægri bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir félagsins frá Leikni.

Arnór, sem er fæddur árið 2001, er uppalinn í Stjörnunni en samdi við hollenska félagið Willem II árið 2018 áður hann snéri aftur heim tæpu ári síðar og gekk í raðir Fylkis.

Leiknir fékk hann til félagsins fyrir tveimur árum. Hann spilaði 14 leiki í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð og hefur þá spilað sama fjölda með liðinu á þessu tímabili.

Hann er nú genginn til liðs við Val og er því annar leikmaðurinn sem Ólafur Jóhannesson fær í dag.

Lasse Petry kom til félagsins frá FH og gerði samning út þessa leiktíð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner