Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. ágúst 2021 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti PSG segir Mbappe ekki vera til sölu
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi eigandi Paris Saint-Germain var spurður út í nýjasta tilboð Real Madrid í Kylian Mbappé.

Al-Khelaifi hefur oft sagt að Mbappe sé ekki til sölu og að hann ætli að sannfæra stjörnuna um að vera áfram í París.

Mbappe á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hljóðar tilboð Real Madrid uppá 180 milljónir evra.

„Við höfum alltaf verið mjög skýrir varðandi stöðu okkar. Við ætlum ekki að endurtaka það í hvert skipti. Þið vitið hvar við stöndum, það hefur ekkert breyst," sagði Al-Khelaifi eftir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mbappe getur skipt um félag á frjálsri sölu næsta sumar skrifi hann ekki undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner