Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. ágúst 2021 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Jón Guðni og Harry Kane með tvennur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjunum var að ljúka í undankeppni fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Ljóst er að stórveldið Tottenham Hotspur, sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019, mun taka þátt í riðlakeppninni ásamt Basel sem lagði Hammarby að velli.

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby og skoraði tvennu til að knýja framlengingu. Þriðja mark Hammarby kom í framlengingu en Basel náði að jafna og höfðu Svisslendingarnir að lokum betur í vítaspyrnukeppni. Jón Guðni spilaði í 120 mínútur en fékk ekki að fara á vítapunktinn.

Harry Kane skoraði einnig tvennu er Tottenham lagði Pacos de Ferreira þægilega að velli í London. Kane skoraði tvö í 3-0 sigri og fékk að hvíla síðustu 20 mínúturnar.

Union Berlin er þá komið áfram eftir að hafa slegið finnska félagið KuPS úr leik á meðan PAOK lagði Rijeka að velli og tryggði sér þannig sæti í riðlakeppninni. Sverrir Ingi Ingason var ekki í hóp vegna meiðsla.

Hammarby 3 - 1 Basel (4-4 samanlagt)
1-0 Jón Guðni Fjoluson ('48 )
2-0 Jón Guðni Fjoluson ('54 )
3-0 Akinkunmi Amoo ('101 )
3-1 Arthur ('109 , víti)
3-4 í vítaspyrnukeppni

Tottenham 3 - 0 Pacos de Ferreira (3-1 samanlagt)
1-0 Harry Kane ('9 )
2-0 Harry Kane ('34 )
3-0 Giovani Lo Celso ('70 )

Rijeka 0 - 2 PAOK (1-3 samanlagt)
0-1 Omar El Kaddouri ('11 )
0-2 Thomas Murg ('80 )

Union Berlin 0 - 0 KuPS (4-0 samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner