Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Chukwuemeka til Dortmund (Staðfest)
Carney Chukwuemeka.
Carney Chukwuemeka.
Mynd: Dortmund
Chelsea hefur staðfest að miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka sé kominn til þýska félagsins Borussia Dortmund á samningi til 2030.

Þessi 21 árs gamli leikmaður var seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Dortmund.

Chukwuemeka lék aðeins 32 leiki fyrir Chelsea eftir að hann kom til félagsins frá Aston Villa 2022 en hann skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu.


Athugasemdir