James McConnell, tvítugur miðjumaður Liverpool, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er á leið til Ajax á láni.
Þetta kemur fram hjá The Athletic.
Þetta kemur fram hjá The Athletic.
Liverpool og Ajax hafa komist að samkomulagi um lánssamning fyrir þennan efnilega leikmann.
Það var áhugi annars staðar frá, meðal annars frá félögum í Championship-deildinni, en stærsta ástæðan fyrir því að hann er að fara til Ajax er Jonny Heitinga, stjóri hollenska úrvalsdeildarfélagsins.
Heitinga var aðstoðarþjálfari Liverpool á síðasta tímabili og vann þar með McConnell. Hann tók svo við Ajax í sumar.
Athugasemdir