Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heitinga sækir fyrrum lærisvein frá Liverpool
James McConnell.
James McConnell.
Mynd: EPA
James McConnell, tvítugur miðjumaður Liverpool, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er á leið til Ajax á láni.

Þetta kemur fram hjá The Athletic.

Liverpool og Ajax hafa komist að samkomulagi um lánssamning fyrir þennan efnilega leikmann.

Það var áhugi annars staðar frá, meðal annars frá félögum í Championship-deildinni, en stærsta ástæðan fyrir því að hann er að fara til Ajax er Jonny Heitinga, stjóri hollenska úrvalsdeildarfélagsins.

Heitinga var aðstoðarþjálfari Liverpool á síðasta tímabili og vann þar með McConnell. Hann tók svo við Ajax í sumar.
Athugasemdir
banner