Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   þri 26. ágúst 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham að fá leikmann í stöðu sem virkilega þarf að styrkja
Í baráttunni við Vitinha í PSG á síðasta tímabili.
Í baráttunni við Vitinha í PSG á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
West Ham hefur náð samkomulagi við Mónakó um kaup á miðjumanninum Soungoutou Magassa.

Verðið er alls 20 milljónir evra, rúmlega 17 milljónir punda; 17 milljónir evra og svo þrjár milljónir í árangurstengdum greiðslum.

Sky Sports segir frá og þar kemur fram að talsverð vinna sé fyrir höndum til að klára viðskiptin, en West Ham sé þó að nálgast það að landa nýjum leikmanni.

Magassa er varnarsinnaður miðjumaður sem er staða sem West Ham virkilega vildi styrkja í sumar.

Magassa, sem er 21 árs Frakki, var orðaður við bæði Nottingham Forest og Atalanta fyrr í sumar. Forest lagði fram tilboð í leikmanninn fyrr í sumar en því var hafnað. Magassa var hluti af Ólympíuliði Frakka í fyrra.
Athugasemdir
banner