Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 26. september 2015 16:55
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Yfirleitt fylgni milli fjármagns og árangurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var sáttur með úrslitin ekki frammistöðu sinna manna í Kópavoginum í dag.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að við héldum hreinu og gerðum það sem við þurftum að gera og það var að sækja þrjú stig.  Þetta var klárlega ekki einn af okkar bestu leikjum en sérstaklega eftir að við skoruðum þá fannst mér allur vindur úr okkur og við að halda fengnum hlut."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

Arnar hefur verið mjög duglegur að beina kastljósinu að FH-ingum undanfarnar vikur og látið eins og Blikar hafi ekki átt séns á titlinum en það var  öllum augljóst að þeir voru svekktir í leikslok með silfrið.

"Það var súrt að taka við silfrinu í dag í ljósi þess að það var leikur í Krikanum.  Vitandi það að staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og Fjölnismenn með hörkulið þá auðvitað héldum við í vonina.  Við vorum að fókusa á okkur og klára okkar leik.  Það hefði verið grátlegt ef við hefðum ekki gert það."

Blikar tryggðu sér 2.sætið í dag, var það í samræmi við markmið sumarsins?

"Við sögðum fyrir mótið að við ætluðum að ná Evrópusæti en í 2.sæti vilja menn auðvitað alltaf meira og ég tel getuna fyrir hendi.  En ég ætla ekkert að taka af FH, þeir eru með gott lið og vel að þessu komnir og við þurfum að spýta aðeins í lófana ef við ætlum að stríða þeim á næsta ári.  Það er klárlega markmiðið."

Hafa ekki Blikar nú í sumar stimplað sig aftur inn í toppslag íslensks fótbolta og ætla sér stóra hluti í framtíðinni?

"Við förum í alla leiki til að vinna.  En það er bara þannig að það er alltaf fylgni milli þess fjármagns sem er sett í liðið og árangurs, það er yfirleitt þannig.  Eins og mér skilst þá erum við töluverðir eftirbátar Vesturbæinga og þeim í Hafnarfirðinum en engu að síður þá erum við með þannig lið að við getum strítt þessum liðum."

Blikar eru ekki hættir í mótinu.

"Við ætlum að reyna að klára mótið með sigri og setja þá stigamet í 12 liða deild fyrir félagið.  Það er klárlega markmiðið".

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir