Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 26. september 2015 16:55
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Yfirleitt fylgni milli fjármagns og árangurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var sáttur með úrslitin ekki frammistöðu sinna manna í Kópavoginum í dag.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að við héldum hreinu og gerðum það sem við þurftum að gera og það var að sækja þrjú stig.  Þetta var klárlega ekki einn af okkar bestu leikjum en sérstaklega eftir að við skoruðum þá fannst mér allur vindur úr okkur og við að halda fengnum hlut."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

Arnar hefur verið mjög duglegur að beina kastljósinu að FH-ingum undanfarnar vikur og látið eins og Blikar hafi ekki átt séns á titlinum en það var  öllum augljóst að þeir voru svekktir í leikslok með silfrið.

"Það var súrt að taka við silfrinu í dag í ljósi þess að það var leikur í Krikanum.  Vitandi það að staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og Fjölnismenn með hörkulið þá auðvitað héldum við í vonina.  Við vorum að fókusa á okkur og klára okkar leik.  Það hefði verið grátlegt ef við hefðum ekki gert það."

Blikar tryggðu sér 2.sætið í dag, var það í samræmi við markmið sumarsins?

"Við sögðum fyrir mótið að við ætluðum að ná Evrópusæti en í 2.sæti vilja menn auðvitað alltaf meira og ég tel getuna fyrir hendi.  En ég ætla ekkert að taka af FH, þeir eru með gott lið og vel að þessu komnir og við þurfum að spýta aðeins í lófana ef við ætlum að stríða þeim á næsta ári.  Það er klárlega markmiðið."

Hafa ekki Blikar nú í sumar stimplað sig aftur inn í toppslag íslensks fótbolta og ætla sér stóra hluti í framtíðinni?

"Við förum í alla leiki til að vinna.  En það er bara þannig að það er alltaf fylgni milli þess fjármagns sem er sett í liðið og árangurs, það er yfirleitt þannig.  Eins og mér skilst þá erum við töluverðir eftirbátar Vesturbæinga og þeim í Hafnarfirðinum en engu að síður þá erum við með þannig lið að við getum strítt þessum liðum."

Blikar eru ekki hættir í mótinu.

"Við ætlum að reyna að klára mótið með sigri og setja þá stigamet í 12 liða deild fyrir félagið.  Það er klárlega markmiðið".

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner