Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 26. september 2020 16:13
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt í Valencia og Baskalandi
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í spænska boltanum lauk með jafnteflum þar sem Valencia og Getafe mistókst að sigra.

Valencia gerði jafntefli við nýliða Huesca í furðulegum leik þar sem gestirnir frá Huesca voru mun betri og óheppnir að fara ekki heim með þrjú stig.

Danski landsliðsmaðurinn Daniel Wass gerði eina markið í fyrri hálfleik en Dimitrios Siovas jafnaði fyrir Huesca eftir leikhlé.

Í Baskalandi átti Alaves heimaleik gegn Getafe sem lauk með markalausu jafntefli.

Heimamenn í Alaves áttu níu marktilraunir en hittu aldrei rammann á meðan gestirnir frá Getafe hittu rammann fjórum sinnum án þess að skora.

Valencia er með fjögur stig eftir þrjár umferðir á meðan Getafe er með fjögur stig eftir tvær.

Huesca er með tvö stig og Alaves eitt eftir þrjá leiki.

Valencia 1 - 1 Huesca
1-0 Daniel Wass ('38 )
1-1 Dimitris Siovas ('63 )

Alaves 0 - 0 Getafe
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner