Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nasri leggur skóna á hilluna - 18 mánaða bann hafði áhrif
Mynd: Getty Images
hinn 34 ára gamli Samir Nasri fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City hefur lagt skóna á hilluna.

Nasri lék síðast með belgíska félaginu Anderlecht en yfirgaf félagið árið 2020 þegar Kórónavírusinn fór að hafa áhrif á fótboltann þar í landi. Hann lék þar með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Man City, Vincent Kompany.

Hann segir í viðtali við Le Journal du Dimanche18 mánaða keppnis bann sem hann fékk árið 2018 hafi dregið úr áhuga hans á fótbolta og hafi því verið ein aðal ástæðan fyrir því að hann lagði skóna á hilluna.

„Bannið hafði slæm áhrif á mig og breytti sambandinu mínu við fótbolta. Mér fannst það ósanngjarnt þar sem ég tók engin lyf. Þetta var bara sprauta af vítamínum því ég var veikur," sagði Nasri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner