Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool og Barcelona sögð ræða um leikmannaskipti
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er núna sagt í viðræðum við Katalóníustórveldið Barcelona um skiptidíl á leikmönnum.

Spænski fjölmiðillinn Sport segir frá því að félögin tvö séu í viðræðum um að skipta á leikmönnum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Roberto Firmino og Memphis Depay; Firmino myndi þá fara til Börsunga og Memphis færi í hina áttina til Liverpool.

Firmino kom til Liverpool árið 2015 og er búinn að gera frábæra hluti fyrir félagið, en það er spurning hvort hans tími hjá félaginu sé kominn - hvort það sé tími til kominn að breyta til.

Memphis, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki ofarlega í goggunarröðinni hjá Barcelona og er félagið tilbúið að leyfa honum að fara.

Sögur eru um að þetta gæti gerst í janúar en það verður að koma í ljós. Báðir leikmenn eru samningsbundnir sínum félögum til 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner