Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 26. september 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saliba kippt af velli í hálfleik - Fékk svo þrjá í einkunn
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images
William Saliba, miðvörður Arsenal, átti erfiðan dag á skrifstofunni er Frakkland tapaði 2-0 gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Saliba var ekki sá eini í franska liðinu sem átti erfiðan dag en hann fékk mikla gagnrýni eftir leikinn.

Saliba var kippt af velli í hálfleik en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, talaði um það eftir leik að það hefði vantað reynslu í liðið.

Saliba, sem er 21 árs, hefur leikið afskaplega vel með Arsenal í byrjun tímabilsins en þarna átti hann ekki sinn besta daga. Vefmiðillinn Get French Football News sem fjallar um franskan fótbolta á ensku gaf Saliba aðeins þrjá í einkunn.

Í umsögn um frammistöðu segir að það hafi vantað hinn reynslumikla Raphael Varane til að spila við hlið hans.

Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar en þeir líta ekkert sérlega vel út þegar stutt er í HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner