Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. október 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Van Basten: Hann hefði ekki átt að fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Marco Van Basten segir að Donny van de Beek hafi gert mistök með því að fara til Manchester United.

Hollenski landsliðsmaðurinn Van de Beek hefur aðeins spilað 61 mínútu í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Ajax og var ónotaður varamaður í markalausa jafnteflinu gegn Chelsea um helgina.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur sagt að hans tími muni koma en Van Basten telur þó að þessi 23 ára leikmaður hafi gert mistök.

„Donny hefði ekki átt að fara til Manchester United. Þegar þú ert góður leikmaður viltu spila í hverri viku. Það er slæmt fyrir Donny ef hann spilar bara sex eða sjö leiki á þessu ári, hann missir taktinn," segir Van Basten.

„Ég veit að hann er að þéna mikið og fær miklu hærri laun en hann er vanur. En sem leikmaður þá viltu horfa á mögulegan spiltíma þegar þú ferð í nýtt félag. Donny hefði átt að bíða eftir hentugra tilboði og fara í annað félag."
Athugasemdir
banner
banner
banner