Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. október 2021 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Aron Jó á leið í Val
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson mun á næstu dögum skrifa undir hjá Val. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Aron er samningslaus eftir að hafa rift samningi sínum við Lech Poznan í haust.

Hafa mörg félög á Íslandi rætt við þig? Er eitthvað líklegra en annað?
„Já, ég hef talað við nokkur lið, farið og sest niður og rætt málin við nokkur lið. Að sjálfsögðu eru sum lið meira spennandi en önnur en eins og staðan er núna get ég ekki gefið meira upp," sagði Aron í viðtali hér á Fótbolti.net á dögunum.

Sjá einnig:
Aron Jó: Mikið talað um þann möguleika að spila með Kidda

Aron hefur leikið erlendis síðan hann yfirgaf Fjölni árið 2010. Hann hefur spilað í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð og nú síðast í Póllandi.

Aron fundaði með Val, FH, Breiðabliki og Víkingi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann tekið þá ákvörðun að semja við Val.

Aron æfði með Val áður en hann samdi við Lech Poznan snemma á þessu ári. Ekki náðist í Aron við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner