þri 26. október 2021 11:15
Elvar Geir Magnússon
Brahim Díaz laus við veiruna
Brahim Díaz.
Brahim Díaz.
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur tilkynnt að sóknarmiðjumaðurinn Brahim Díaz sé búinn að losna við Covid-19 veiruna alræmdu.

Hann greindist með Covid fyrir ellefu dögum en hefur núna jafnað sig og er farinn að æfa með liðsfélögum sínum að nýju.

AC Milan tekur á móti Torino í kvöld en sá leikur kemur aðeins of snemma fyrir Spánverkjann.

Brahim er 22 ára og hafði byrjað tímabilið vel, með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í níu leikjum. Hann kom aftur til Milan á tveggja ára lánssamningi frá Real Madrid í sumar en Milan er með klásúlu um að geta keypt hann alfarið fyrir 22 milljónir evra.

AC Milan er á toppi itölsku A-deildarinnar ásamt Napoli og mætir Jose Mourinho og lærisveinum í Roma næsta sunnudag. Brahim gæti spilað þann leik.

Frakkinn Theo Hernandez hefur einnig jafnað sig eftir Covid smit en hann byrjar á bekknum gegn Torino í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner